„Til er ég í það,“ svaraði Bilbó sem líka vildi fá ráðrúm til að komast að einhverju meiru um þetta kvikindi, hvort hann væri virkilega einn, en umfram allt hvort hann væri hættulega grimmur og soltinn eða jafnvel vinur dríslanna.
„Þú skalt þá byrja,“ sagði hann, því að hann hafði engan tíma haft til að upphugsa neina gátu.
Þá hvæsti Gollrir út úr sér:
„Lauflétt,“ sagði Bilbó. „Ætli það sé ekki fjallið?“
„Á það soddan létt með að ráða? Það verður að keppa við oss, minn dýri! Ef minn dýri spyr og það önku svarar, megum við éta það, minn dýri. Ef það spyr oss og við ekki svara, þá við gera það sem það vill, ekki satt? Að vísa veginn út, já!“
„Allt í lagi!“ sagði Bilbó. Hann þorði ekki að andmæla. En nú hrökk gáfnageymirinn á honum af stað og ætlaði að springa í örvæntingarfullri leit að gátum sem gætu forðað honum frá því að verða étinn.
Honum datt ekki annað í hug þessa stundina — hann var svo svangur að hann hugsaði ekki um annað en eitthvað að éta. En þetta var afgömul gáta og Gollrir vissi svarið fyrirfram eins og allir gera.
„Það eru auðvitað rauðu kastaníurnar! Rauðir gómarnir!“ hvæsti hann. „Tennur! tennur! minn dýri, en oss hafa barrasta sex.“ Næst kom hann með sína aðra gátu:
„Bíddu hálft andartak!“ æpti Bilbó og var að því kominn að ruglast af því að hann gat ekki hugsað um annað en mat. En sem betur fer hafði hann einhvern tímann heyrt eitthvað þessu líkt og sótti aftur í sig vitið og hugsaði svarið. „Vindurinn, auðvitað vindurinn,“ sagði hann og nú varð hann svo ánægður með sig, að hann bjó sjálfur til eina gátu á stundinni. „Hún ætti að koma kvikindinu í bobba,“ hugsaði hann:
„Sjiss, sjiss, sjiss“ slefaði Gollrir. Hann hafði nú verið svo lengi neðanjarðar að hann var farinn að gleyma mörgu uppi á yfirborðinu. En rétt þegar Bilbó var farinn að vona að kvikindið gæti ekki svarað, rifjuðust upp fyrir Gollri minningar frá því fyrir óra, óra, óra löngu þegar hann bjó hjá ömmu sinni í holu í árbakkanum. „Sjiss, sjiss, minn dýri,“ sagði hann „Sól skín á baldursbrá, ætli ekkí.“
En það var mjög þreytandi fyrir Gollri að ráða svona gátur um hversdagslega hluti ofanjarðar. Þeir minntu hann á gamla daga, þegar hann var ekki eins einmana, ekki eins lævís né andstyggilegur og það kom honum í vont skap. Og það sem verra var, hann fór að finna til svengdar, svo að næst vildi hann reyna eitthvað erfiðara og óræðara.
En því miður fyrir hann hafði Bilbó áður heyrt einhverja álíka gátu enda umlukti svarið hann hvort eð er á allar hliðar. „Myrkrið!“ sagði hann án þess einu sinni að þurfa að klóra sér í höfðinu eða setja upp hugsanahúfu.
dembdi hann samstundis á Gollri en aðallega til að vinna tíma til að geta hugsað einhverja miklu þyngri þraut næst. Honum fannst þessi gáta hlálega létt, þótt hann breytti orðalaginu svolítið. En hún varð fjandi snúin fyrir Gollri. Hvað sem hann gretti sig og hvæsti, frussaði og hvíslaði við sjálfan sig gat hann ekki kreist fram svarið.
Eftir góða stund fór Bilbó að verða óþolinmóður. „Jæja, hvað á þetta að verða?“ sagði hann. „Svarið er ekki sjóðandi ketill eins og þú virðist halda af blástrinum sem þú gefur frá þér.“
„Fá oss færi, fá oss tækifæri, minn dýri, sjiss sjiss.“
„Jæja,“ sagði Bilbó eftir að hafa gefið honum heillangan umhugsunarfrest, „hvað er þetta, á ekkert svar að koma við þessu?“
Skyndilega rifjaðist það upp fyrir Gollri þegar hann endur fyrir löngu sem strákur var að ræna hreiður og þegar hann sat undir árbakkanum og kenndi ömmu sinni, já, hvað haldiði, hann kenndi ömmu sinni að sjúga hvað — „Eggsis!“ hvæsti hann. „Eggsis er það!“ Svo spurði hann tafarlaust aftur.
Sjálfum fannst honum raunar eins og Bilbó áður, að þetta væri hræðilega létt gáta, enda gat hann sjálfur varla um annað hugsað. En hann fann enga betri í bili, því að eggjaspurningin hafði komið honum út úr stuði. Þetta átti eftir að verða hræðilegasta kvölin fyrir vesalings Bilbó sem aldrei kom nálægt vatni, ef hann gat nokkuð hjá því komist. Ég býst við að þið vitið svarið fyrirfram eða sjáið það strax í hendi ykkar þar sem þið sitjið í ró og næði heima hjá ykkur og sálarró ykkar er ekki raskað af tilhugsuninni um að verða kannski étin. En þarna sat Bilbó bara gónandi út í loftið, ræskti sig einu sinni eða tvisvar en fann ekkert svar.
Eftir góða stund fór Gollrir að hvæsa og gera sig allan til af eftirvæntingu að fá að éta keppinautinn. „Er það gómsarasætt, minn dýri? Er það svellandi safaríkt? Er það tryllilega tyggilegt?“ og hann fór að mæna gráðugum glyrnum á Bilbó úr myrkrinu.
„Mætti ég biðja um hálft andartak,“ sagði hobbitinn en var farinn að skjálfa af skelfingu. „Ég gaf þér lengra tækifæri rétt áðan.“
„Það verður að svara strax, engin vægð, svara strax!“ sagði Gollrir og byrjaði að klöngrast úr bátnum og upp á eyrina til að hirða Bilbó. En þegar hann stakk löngum fitjugum tánum í vatnsborðið, stökk svolítill smáfiskur upp af hræðslu og lenti á tánum á Bilbó.